Á verkstæðum okkar sér starfsfólkið um ábyrgðarviðgerðir, þjónustu, uppsetningar og aðrar viðgerðir á notendabúnaði. Verkstæðis- og viðgerðarþjónusta er vottuð og búnaðurinn þinn er góðum höndum hjá okkur.

dell-service-provider.png

Dell verkstæði

Starfsmenn verkstæða okkar hafa áralanga reynslu af viðgerðum og erum við  með vottun sem Dell Authorized Service Provider en Dell gerir mjög strangar kröfur til sinna samstarfsaðila um þjónustustaðla.

Uppfærsluráðgjöf

Á verkstæðum Advania bjóðum við upp á faglega ráðgjöf um hentugar og skynsamar leiðir til að uppfæra tölvuna þína. Það getur skipt sköpum að rétt sé staðið að slíku svo hægt sé að ná sem mestu út úr búnaðinum með sem minnstum kostnaði.

Viðbótarþjónusta

Á verkstæðum okkar eru ýmsar viðbótarþjónustur í boði, eins og t.d. vírus- og rykhreinsun, og gagnabjörgun. Ef mikið liggur við er hægt að velja flýtiþjónustu sem tryggir búnaðinum þínum skjótvirkari meðferð.

Fáðu ráðgjöf hjá viðgerðarþjónustu Advania

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan