Þjónusta
Ráðgjöf
Fjölbreytileiki lausnaframboðs Advania er einn af okkur helstu styrkleikum en um leið getur allt þetta úrval skapað ákveðið flækjstig.
Hjá Advania starfar fjöldi vottaðra sérfræðinga sem hafa það meginhlutverk að veita viðskiptavinum ráðgjöf og hjálpa þeim að greina tækifæri til að auka skilvirkni og hagkvæmni.
Rekstrarþjónusta
Tími er ein verðmætasta auðlind okkar og það er mikilvægt að leita allra leiða til að skapa aukið hagræði svo fyrirtæki geti einbeitt sér að kjarnastarfsemi sinni.
Með rekstrarþjónustu Advania getur þú skapað þér aukið svigrúm til að sinna því sem mestu máli skiptir. Við hvetjum þig til að kynna þér kosti þess að útvista upplýsingatæknirekstri fyrirtækisins þíns að hluta til eða fullu.
Advania skólinn
Við bjóðum reglulega upp á margvísleg námskeið og þjónustu sem stuðlar að aukinni fræðslu og betri þjálfun notenda. Þjónusta þessi er ýmist veitt í samræmi við óskir viðskiptavina eða að frumkvæði Advania.
Viðgerðaþjónusta
Við rekum fullbúið verkstæði sem sér um ábyrgðarviðgerðir, þjónustu, uppsetningar og aðrar viðgerðir á notendabúnaði.