Microsoft lausnir

Þúsaldarkynslóðin (e. millenials) er sú kynslóð sem hefur gengið í gegnum hraðari tækniframfarir en flestar aðrar kynslóðir og telst því hafa einstaklega jákvætt viðhorf í garð tækni. Þessi kynslóð er mun líklegri, en kynslóðin á undan, til að segja að tækni almennt auðveldi lífið frekar en að gera það erfitt, að tækni færi fólk saman frekar en í sundur. Þessi kynslóð eru lang líklegust til að segja að tækni hjálpi samvinnu og fólki að nýta tíma sinn betur.  

Á næsta áratugnum mun þúsaldarkynslóðin taka yfir vinnumarkaðinn og verða um 75% vinnuaflsins. Til að mæta kröfum nútímastarfsmanna um stafrænar umbreytingar, sveigjanlegt en þægilegt vinnuumhverfi, ásættanlegan búnað og nauðsynlegar öryggisstillingar mælir Advania með vöruframboði Microsoft í Modern Workplace.

Microsoft 365

Er heildstæð lausn sem einfaldar reksturinn, eykur öryggi og hjálpar til við að mæta kröfum GDPR. Lausnin sameingar Office 365, Windows 10 og Enterprise Mobility + Security ásamt því að gefa þér eitt stjórnborð til að stýra notendum, tækjum og öryggismálum. Vírusvarnirnar eru framúrskarandi og við bjóðum reglubundna afritun á skýjaumhverfum og Office 365.  

Advania-3213_01-Fade.jpg
office_logo.png
Windows_11_logo.svg
Microsoft-logo.png
W11_1.jpg

Windows 11

Microsoft frumsýnir Windows 11 sem er spennandi  endurhönnun með framleiðni, sköpun og þægindi í huga. Búið er að einfalda útlit þannig það er nútímalegt, ferskt og fallegt. Hönnunin gerir vinnu auðveldari því hægt er að aðlaga uppsetningu að þörfum notanda og skipta um síður á fljótlegan hátt. Tenging Windows 11 við Teams gerir samtöl og deilingar á efni enn þægilegri en áður. 

Microsoft Teams

Microsoft Teams er öflugt samvinnu- og samskiptatól sem hjálpar við skipulag hópa og verkefna, heldur utan um fundarboð, dagatöl, skjölun, samtöl og margt fleira. Með Teams næst betri yfirsýn yfir verkefnin og auðvelt að vera í samskiptum við samstarfsfólk hvar og hvenær sem er. 

Vegna samþættingar Teams og Office 365 lausna er hægt að nálgast öll helstu forrit án þess að skipta um viðmót. Með þessum hætti og áframhaldandi þróun fjölbreyttra lausna leitast Microsoft við að fækka birgjum og forritum sem notendur þurfa að hafa opin hverju sinni. Einnig er hægt að hringja í aðra Teams notendur í gegnum öflugt mynd- og hljóðsímatalakerfi þess.   

MSTeams.png
2.jpg

SharePoint

SharePoint-umhverfið er öruggur staður fyrir gögnin þín og heldur utan um þau á skipulagðan hátt. SharePoint er grunnlagið í Teams og heldur utan um forrit á borð við Word, Excel, PowerPoint og OneNote í skýinu.  

Advania býður upp á hátt í 20 sérsmíðaðar lausnir ofan á SharePoint, eins og innranet, gæðahandbók, samningakerfi, málakerfi, beiðnakerfi, úttektarkerfi eða ferla tengda mannauðsmálum ásamt fleirum lausnum. Viðmótið er þægilegt og hefur það að markmiði að auka samvinnu hópa og einfalda skipulag gagna með viðeigandi aðgangsstýringum.  

SharePoint getur komið í stað sameiginlegra skráarsvæða eða sameignadrifa, með bættum öryggisatriðum og afritunarstillingum. Hægt er að aðlaga útlit umhverfisins að þörfum fyrirtækisins, breyta litum og bæta við lógó. Advania býður jafnframt upp á ráðgjöf og kennslu í notkun og rekstri á SharePoint. 

Power BI

Microsoft Power BI greiningartól í mikilli sókn. Power BI auðveldar til muna stjórnendum og greinendum hjá fyrirtækjum að smíða greiningar ofan á gögn fyrirtækisins. Hægt er að útbúa myndræn og gagnvirk mælaborð og deila þeim á þægilegan máta með notendum. Slíkt gefur góða innsýn í rekstrarumhverfi fyrirtækisins og getur oft leitt í ljós óvænta möguleika til þess að auka forskot. 

Ráðgjafar Advania í viðskiptagreind hafa mikla reynslu í ráðgjöf og innleiðingum á Power BI og hafa aðstoðað bæði innlend og erlend fyrirtæki á þessu sviði. Einnig er hægt að sækja námskeið í Advania skólanum þar sem farið er yfir undirstöðuatriði Power BI, svo sem gagnalíkön, gerð skýrslna og mælaborða ásamt myndrænni framsetningu og greiningu gagna.   

70556177_10162864374615112_3155360275910098944_o.jpg

Microsoft er leiðandi á heimsvísu í skýjalausnaþjónustum fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, óháð rekstri. Í Azure eru fleiri en 200 lausnir og þjónustur hannaðar til að leysa áskoranir nútímans en um leið byggja upp árangur til framtíðar. Skýjalausnir eru svo sannarlega bylting í upplýsingatækni og annarri tækniþjónustu. Uppsetning og afhending netþjóna, gagnageymsla, gagnagrunna, hugbúnaðar og önnur upplýsingaöflun fer fram í skýinu sem þýðir meiri hraði í þróun, rekstri og skölun, án þess að fórna neinu í öryggi.  

Microsoft Azure notar marglaga öryggisvarnir fyrir gagnaver, innviði og annan rekstur hjá sér. Í Azure eru einnig sérstakar varnir gegn DDoS-árásum og öðrum öryggishættum í netlaginu, svo hægt er að treysta því að öll gögn séu örugg.    

Í Azure er hægt að hafa umsjón með forritum, byggja upp og stýra rekstri þjónusta milli mismunandi skýja. Hvort sem reksturinn er eingöngu í skýinu eða blandað umhverfi skýja og tölvubúnaðar á staðnum. Fyrirtæki greiða eingöngu fyrir þá þjónustu og gagnamagn sem þau nota sem eykur fyrirsjáanleika í rekstrarkostnaði. 

Advania býður heildstæða rekstrarþjónustu og ráðgjöf í hönnun og uppsetningu á skýjalausnum sem henta fyrir þitt fyrirtæki. 

Microsoft_Azure-Logo.crop.png
vdi-daas-jason-samuel-cheat-sheet.png

Windows virtual desktop

Þjónusta sem býður upp á skjáborð (e. Desktop) og Microsoft 365 lausnasvítuna ásamt fleiri forritum í gegnum Azure. Notendur geta nálgast, með öruggum hætti, staðlað skjáborð og önnur forrit hvar sem er, í hvaða tæki sem er. Þessi þjónusta hentar vel fyrir fyrirtæki af hvaða stærðargráðu sem er sem vilja mikinn sveigjanleika fyrir notendur sína og þurfa að geta skalað tölvuumhverið sitt á einfaldan og fljótlegan hátt. Windows Virtual Desktop getur til dæmis komið í staðinn fyrir tölvuver hjá stofnunum og fyrirtækjum og hentar vel fyrir fjarvinnu og tímabundin verkefni. Það getur verið flókið og dýrt að setja upp sértækan hugbúnað á mörgum mismunandi tækjum en í Windows Virtual Desktop er nóg að setja hann upp á einum stað, og dreifa svo til notenda með Azure. Reksturinn á hugbúnaðinum verður einfaldari og ódýrari. Með WVD dregur þú úr kostnaði með því að nota leyfi sem mjög líklega eru nú þegar eru til staðar í þínu Microsoft umhverfi og sleppur við grunnuppsetningu og rekstur annarra tölvuinnviða.  

Advania býður heildstæða ráðgjöf og innleiðingar í Windows Virtual Desktop.  

Hentar fyrirtækjum 

  • Sem vilja mikinn sveigjanleika fyrir notendur sína 
  • Sem vilja geta skalað tölvuumhverfið sitt á einfaldan og fljótlegan hátt  
  • Sem vilja bjóða starfsfólki skilvirkt fjarvinnuumhverfi  
  • Sem eru í tímabundnum verkefnum, t.d. með sértækum kerfum  

 

Windows Virtual Desktop:  

  • Dregur úr kostnaði við rekstur á sértækum kerfum fyrir marga notendur  
  • Dregur úr kostnaði við grunnuppsetningu og rekstur tölvuinnviða  

Rekstur á Microsoft 365

Þarftu aðstoð með uppsetningu og rekstur á Microsoft 365? Advania býður rekstrarþjónustu fyrir viðskiptavini sem eru með áskrift í Microsoft 365. Innifalið í þjónustunni er grunnuppsetning á M365 gátt, umsýsla léna, notenda, leyfa ásamt fleiru.  Advania verður stjórnstöðin í skýinu í samræmi við valda þjónustuleið.
ms365b.png

Viðskiptaforrit Microsoft (e. Business Applications) gera fyrirtækjum kleift að greina gögn til hlítar og nýta til að tengja saman viðskiptavini, vörur, fólk og rekstur. Dynamics 365, Power Apps, Power Automate, Power BI og Power Virtual Agents gera teymum kleift að byggja lausnir á örskömmum tíma. Þessar lausnir auðvelda tengingar við gögn, samþættingu við lausnir og ná fram alhliða greiningu á viðskiptum. 

IconBlue.png
Business-Central-herferd_kona-an-logo.png

Dynamics 365 business central

Dynamics 365 Business Central er heildstætt viðskiptakerfi í skýinu fyrir fjölbreyttan rekstur.  
Það byggir á traustum grunni Dynamics Nav sem áður hét Navision. Kerfið er gríðarlega öflug lausn fyrir fjárhag, viðskiptatengsl, mannauð og birgðarstýringu. Það hentar öllum stærðum fyrirtækja og með sérstökum lausnum í formi appa er hægt að sérsníða það að þörfum hvers og eins. 

Dynamics 365 Finance

Dynamics 365 Finance var áður kallað AX og er huti af vegferð Microsoft til að gera fyrirtækjum kleift að tengja saman og virkja viðskiptaeiningar saman í skýinu.  Lausnin sameinar Dynamics ERP og CRM í einni skýjaþjónustu með lausnarmiðuðum kerfishlutum. Dynamics 365 Finance heldur utan um helstu grundvallar hlutverk fyrirtækja í rekstri. Svo sem sölu, mannauð, markaðssetningu, þjónustu við viðskiptavini og fleira. 

  • Sérsniðnir reikningar og yfirlit i Office 365
  • Minni rekstrarkostnaður
  • Sjálfvirk reikningagerð sem hentar áskriftarþjónustum

Power Platform

Microsoft Power Platform skiptist í fjórar meginlausnir þar sem hver lausn hefur sitt sérsvið. Þær eiga það sameiginlegt að gera notendum kleift að þróa hinar ýmsu viðskiptalausnir, mælaborð, öpp og rafræna ferla án mikillar forritunarþekkingar. Þessar lausnir eru samofnar við Microsoft umhverfið og eru ætlaðar til hagræðingar í rekstri fyrirtækja.  

Advania0881.jpg
Captureasd.PNG

Power Apps

Power Apps er sérlausnaumhverfi fyrir Microsoft lausnir á borð við Dynamics 365, Business Central, Teams, SharePoint og fleiri. Með Power Apps er auðvelt og fljótlegt að þróa öpp, rafræn eyðublöð og þjónustugáttir fyrir vef eða iOS og Android snjalltæki. Með Power Apps portals er síðan hægt að hann og gefa út vefsíður sem gefur utanaðkomandi aðilum, til dæmis viðskiptavinum eða samstarfsaðilum hjá öðru fyrirtæki, aðgengi að sameiginlegum gögnum og að hafa áhrif á hönnun. 

Power Automate

Power Automate er fyrst og fremst öflug ferlalausn með yfir 300 tengingar við önnur kerfi.  
Án forritunarkunnáttu er hægt að þróa rafrænar samþykktir, sjálfvirka verkferla og láta gögn flæða á milli kerfa. Við mælum eð að skoða AI builder til viðbótar við Power Automate. Með AI builder færðu öflugt gervigreindartól sem nýtist við gagnagreiningu og til að spá fyrir um næstu skref fyrir þín viðskipti. Sem áður fyrr þarf enga kunnáttu í gagnagreiningum eða forritun til að prófa sig áfram með AI builder. 

Advania1771.jpg
Advania1510.jpg

Power Virtual Agents

Með Power Virtual Agents geta notendur útbúið spjallmenni með einföldumog fljótlegum hætti án forritunarkunnáttu. Slíkum spjallmönnum er hægt að koma fyrir á innraneti, heimasíðu eða Facebook-síðu fyrirtækja. Þetta er frábær leið til að draga úr álagi vegna algengra fyrirspurna og þannig bæta þjónustu við viðskiptavini sem og starfsfólk.  

Yfirsýn

Að hafa góða yfirsýn yfir stöðu mála getur skipt miklu máli varðandi ákvörðunartöku og rekstur fyrirtækja. Þar kemur PowerBI sterkt inn sem öflugt verkfæri til að útbúa mælaborð og skýrslur með einföldum hætti. 

Advania0881.jpg

Microsoft teymið

Hlutverk deildarinnar er að sinna ráðgjöf og eftirfylgni varðandi Microsoft leyfi fyrirtækja. Deildin veitir stuðning þvert á aðrar deildir innan Advania. Innan hennar starfa starfsmenn með sérfræðiþekkingu á helstu stólpum Microsoft lausna sem eru Modern Workplace, Azure & Infrastructure ásamt Business Applications.

 

Berenice Barrios

Deildarstjóri

Stefnumótun og ráðgjöf fyrir 

allar Microsoft lausnir

María Björk Ólafsdóttir

Ráðgjafi  

Modern Workplace og

Azure & Infrastructure 

Sigrún Eir Héðinsdóttir

Sölusérfræðingur 

Business Applications

 

Rakel Ýr Jóhannsdóttir

Sérfræðingur  

Microsoft Operations

 

Taktu næsta skrefið

Sendu sérfræðingum okkar fyrirspurn eða bókaðu frían ráðgjafafund á tíma sem hentar þér
Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn