DynamicWeb vefverslunarkerfi

Vefversluna- og þjónustusíður

Allt á einum stað

DynamicWeb veitir góða yfirsýn yfir allt sem viðkemur vefverslun, vörustýringu og markaðsmálum.

Kerfið samanstendur af: 

 • Vefkerfi
 • Vefverslun
 • Stuðningi við stafræna markaðssetningu
 • Vörustýringarkerfi
 • Samþættingu við ERP, CRM, Sharepoint eða hvaða kerfi sem er

Vörustýringarkerfið (PIM) gefur yfirsýn með réttum verkfærunum. Auðvelt er að uppfæra vöruupplýsingar hratt og örugglega. 

Vöruupplýsingar eru geymdar miðlægt í vörustýringarkerfinu fyrir alla vöruvinnslu hvort sem er fyrir vefinn, vefverslun, auglýsingar, bæklingar eða aðrar vörukynningar. 

 • Hluti af vefverslunarkerfinu
 • Gæðaeftirlit á gögnum
 • Gefur góða yfirsýn og eftirfylgni fyrir vöruskráningu
 • Hægt að rýna vörur út frá mismunandi þörfum t.d. markaðsáherslum, út frá vöruflokkum eða tegund af vörum
 • Verkferlar fyrir vöruskráningu: myndvinnsla, textavinnsla, tækniupplýsingar og aðrar vöruupplýsingar

DynamicWeb býr yfir öflugu tölvupóstkerfi sem býður upp á mikla þjónustu og eykur sölumöguleika. 

 • Gleymd karfa
 • Markpóstur sendur út frá hegðun notandans
 • Sjálfvirkir póstar sendir út frá tölfræði og notkun á vef
 • Mismunandi markpóstar sendir til að auka smellhlutfall á vef
Leit á vef skiptir miklu máli fyrir notendur, að finna vöru og upplýsingar hratt og örugglega. Kerfið býður upp sveigjanleika í birtingu og stillingum á leit til að ná fram því besta fyrir notendur. 

 • Öflugar leitarstillingar
 • Leitarorðatillögur
 • Lykilorð
 • Vörusíun
 • Bera saman vörur 
 • Staðsetning vöru 
 • Leitarniðurstöðusíða sem birtir efni og vöruleit

Boðið er upp á greiðslusíður og greiðslugátt frá þjónustuaðilum. Við leggum áherslu á heildstæða upplifun með að nýta greiðslugáttir sem hægt er að vera með sem hluta af vefnum og notandinn fer aldrei af vefverslun þinni. 

 •    Salt / Borgun
 •    Valitor
 •    Korta
 •    Netgíró
 •    Pei
 •    Síminn Pay

Með viðbótum frá Advania býður DynamicWeb upp á tengingar við helstu þjónustuaðila í afhendingarþjónustu.

Sækja, senda, heimsent, póstbox.

 • Pósturinn
 • Heimakstur
 • Dropp
 • TVG Ziemsen
 • Sendingargjöld:
  • Mismunandi sendingargjöld 
  • Eitt sendingargjald upp að ákveðinni upphæð
  • Ekkert sendingargjald

Mínar síður eða þjónustusíður eru sértækar efnissíður fyrir notendur þar sem þeir fá skarpa sýn á sín mál, allt á einum stað. DynamicWeb er sveigjanlegt til að móttaka gögn frá úr kerfinu og öðrum kerfum til birtingar á læstum síðum sem eru aðeins aðgengileg tilteknum notendum eða notendahópum. Dæmi um þjónustuhætti eru

 • Mín verð / besta verð
 • Hreyfingalistar
 • Rafræn skilríki
 • GDPR stuðningur
 • Innskráning með rafrænum skilríkjum, Facebook, Google account
 • Mismunandi notendhópar 
 • Óskalistar
 • Innkaupalistar
 • Mínar vörur
 • Söluyfirlit
 • Greiðsluseðlar
 • Evrópusamþykki fyrir vafrakökum

Markaðskerfi sem skilar árangri

Með DynamicWeb eru allar upplýsingar um vöruframboðið, notendur og þeirra hegðun við fingurgóma vefverslunarstjórans. Sérstaklega auðvelt er að straumlínulaga tölvupóstsherferðir og fá hámarks árangur með persónulegum sjálfvirkum skilaboðum. T.d með því að minna viðskiptavininn á að hann sé með vörur í körfunni.

Talar beint við fjárhagskerfið

DynamicWeb talar beint við fjárhagskerfi fyrirtækja. Verð og lagerstaða uppfærast sjálfkrafa, þar sem upplýsingar eru sóttar beint úr birgðakerfinu og birtast í vefversluninni án þess að mannshöndin þurfi að koma nærri. Með samþættingunni fæst aukin skilvirkni frá báðum kerfum og þannig sparast bæði tími og fjármagn. Kerfið kemur með grunneiningum fyrir samþættingu við mörg kerfi svo sem Navision. 

PIM vörustýringarkerfi

PIM (Product Information Management) kerfi minnkar flækjustig vefverslana til muna með því að hafa allar vöruupplýsingar á einum stað. Með því fæst sérstaklega góð yfirsýn yfir vöruúrvalið og þá vinnu sem er búin, eða þarf að eiga sér stað. Kerfislægt og veflægt viðmót er á vörulistanum og því þægilegt að vinna í vöruupplýsingum svo sem lit, lýsingu, myndum, ofl. Hægt er að aðlaga vörurnar að mörgum tungumálum og gjaldmiðlum og nýtast PIM kerfi sérstaklega vel ef breyta þarf mörgum vörum í einu.  

 

LS Retail og Omni channel upplifun

Umfangsmikið vefverslunar- og markaðskerfi DynamicWeb er nú samtengt við LS NAV / Central sem gefur möguleika á rauntímasamskiptum á milli LS og DynamicWeb. Það þýðir að hægt er að bjóða viðskiptavinum upp á sömu upplifun hvort sem það er í versluninni sjálfri eða á netinu. 

Sendu fyrirspurn til sérfræðinga okkar

Tölum saman

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan