Til baka

Samstarf um þróun stafrænna lausna

Hönnunarsprettir, þjónustuhönnun og nýsköpun

01 - Inngangur - Samstarf í þróun

Á tímum þar sem flest er tæknilega hægt er mikilvægt að átta sig á hvað skiptir mestu máli fyrir þína notendur.   Þróunin er hröð og samkeppnin mikil svo það er lykilatriði að komast hratt að því hvert stefnan er tekin og hvað þurfi að gera. Ert þú að nýta þau tækifæri sem tæknin bíður upp á?

Það er að ýmsu að huga og oft stórar ákvarðanir sem varða framtíðarsýn um þjónustuveitingu og starfræna þróun fyrirtækis eða stofnunar.  Þessvegna leggjum við mikið upp úr því að geta boðið stuðning á öllum stigum ferlisins og með nánu samstarfi náum við langbestum árangri.  Í stað þess að unnir séu langir kröfulistar mótum við sýnina í samvinnu og setjum af stað þróunarplan með þarfir þínar og viðskiptavina þinna að leiðarljósi. Veflausnir Advania vinna náið með viðskiptavinum í stafrænni þróun til að hanna lausnir við áskorunum sem koma til móts við þarfir notenda. 

02 - Hönnunarsprettur

Hönnunarsprettir sem liður í stafrænni þróun
 

En hvar á að byrja? Hvað vilja mínir notendur og hvað skapar mesta virði fyrir þá?

Með því að byrja á hönnunarspretti er reynt að tryggja að verkefnið fari vel af stað og lausnin uppfylli væntingar þeirra og skili tilætluðum árangri. Náin samvinna við hagsmunaðila og notenda í ferlinu dregur fram fjölbreytta þekkingu og skapar nýjungar.

Hönnunarsprettur er í grunninn 4-5 daga ferli þar sem markmiðið er að leysa áskoranir á skjótan hátt. Ferlið miðar að því að skapa nýjar lausnir eða endurbæta lausnir sem eru til og þjappar löngu ferli í afmarkaða og skilgreinda undirbúningsvinnu.

Þátttakendur eru þverfaglegt teymi með fulltrúum frá Advania og viðskiptavini með ólíka sérþekkingu. Við aðlögum ferlið hverju verkefni og áskorun en það er hannað til að skoða stóru myndina og tækifærin og taka ákvarðanir hratt.  Hópurinn vinnur hugmyndavinnu og velur áherslur sem eru þróaðar áfram í frumgerð og prófaðar með notendum strax í kjölfarið. Þannig lærum við hratt hvað virkar.  


Þó ferlið sjálft sé einfalt þá er ávinningurinn fyrir teymið mikill


  • Skýr sameiginleg markmið og framtíðarsýn
  • Frelsi til að hugsa stórt & sjá nýja möguleika
  • Skapa samstöðu og nýta fjölbreytta þekkingu og viðhorf í nýsköpun
  • Áskorun notandans í fyrirrúmi
  • Gera frumgerð af hugmynd & virkni
  • Skjót svör við helstu ályktunum – læra hratt hvað virkar
  • Hugmynd sannreynd og fengin viðbrögð notenda


Að hönnunarspretti loknum er hægt að brjóta niður verkefnið í fasa og fara af stað í þróun.  Út úr vinnunni koma einnig margar hugmyndir að virkni sem nýtist í næstu skrefum og vegvísi fyrir verkefnið. Kostnaðaráætlanir á verkefnum í framhaldinu verða nákvæmari, skilvirknin meiri og notendur eru hafðir með í ráðum.  Þannig drögum við úr óvissunni sem óneitanlega fylgir þróunarverkefnum.

03 - Journey Mapping

Þjónustuhönnun og kortlagning upplifunar 
 

Áskoranir fyrirtækja eru ólíkar þegar kemur að nýsköpun og við nýtum einnig ýmsar aðferðir þjónustuhönnunar.  Sem dæmi má nefna að kortleggja upplifun viðskiptavina og samspil við innri ferla, starfsemi og kerfi. Með því má bæði átta sig betur á stöðu mála í dag og greina fjölmörg tækifæri til úrbóta og nýsköpunar. Þá reynist mun auðveldara að forgangsraða verkefnum og móta sýn fyrir framtíðina áður en ráðist er í stór innleiðingar eða þróunarverkefni.

Vefsvæði í dag eru í mörgum tilvikum viðmót stafrænnar þjónustu og jafnvel bara einn af fjölmörgum liðum í mun stærri þjónustuupplifun.

Vefur getur svo innihaldið fjölbreyttar upplýsingar, birt gögn eða reiknivélar sjálfvirkt og stutt við sjálfsafgreiðslu í gegnum mínar síður, umsóknarferli eða vefverslun. Inn þetta tvinnast svo oft á tíðum snjallmenni eða netspjall, innri CRM kerfi til að fylgja ferlinu betur eftir auk samfélagsmiðla og markaðstenginga. Stærri vefverslarnir tengjast svo öðrum vefþjónustum, birgðarkerfum og greiðslulausnum og saman myndar þetta stafræna heildarupplifun.

Viðskiptavinir gera orðið kröfu um góða upplifun þvert á alla þessa samskipta og stafrænu miðla sem mynda þjónustuna og því er mikill ávinningur að hugsa og hanna upplifunina heildrænt jafnvel þó ekki séu öll skrefin tekin í einu.