TOK bókhald

TOK er sniðið að þörfum smærri fyrirtækja og fyrirtækja í einföldum rekstri. Kerfið byggir á Dynamics NAV frá Microsoft sem þýðir að auðvelt er að uppfæra í fullbúið NAV bókhaldskerfi eftir því sem fyrirtækið þitt vex og dafnar.

TOK bókhald - Mynd

TOK bókhald

Grunnkerfið með einfölduðu og hnitmiðuðu notendaviðmóti.
Eigindi fyrir
Með TOK bókhaldi fylgja 2.500 færslur í fjárhag en hægt er að fá viðbót við kerfið sem fjarlægir takmarkanir á fjárhagsfærslum.
Þrjú sérkerfi eru innifalin í bankalausnum. Afstemmingar, Innheimta og Greiðslur. Sérkerfin gera öll bankasamskipti skilvirkari og öruggari.
Með reikningagátt Advania getur þú sent reikninga. Advania býður uppá heildarlausnir, þjónustu og ráðgjöf í rafrænum viðskiptum svo þú getur hagrætt hjá þér hratt og örugglega.
Þessi viðbót gerir notendum kleift að að nýta tengingu Advania við þjóðskrá. Þannig er hægt að sækja upplýsingar um nöfn og heimilisföng viðskiptavina og lánardrottna út frá kennitölu og tryggja þannig rétta skráningu þessara upplýsinga í TOK.
Með TOK fylgir tenging við posa frá Verifone (Point). Hægt er að tengja einn posa við TOK og taka þannig á móti greiðslum í gegnum posa. Til þess að geta notað posatenginguna þarf að hafa notandaaðgang. Lesaðgangur virkar því ekki með posatengingunni.
Með hverri uppsetningu af TOK fylgir einn frír aðgangur fyrir utanaðkomandi þjónustuaðila sem sinnir bókhaldi eða endurskoðun fyrir fyrirtækið þitt.
TOK er sameiginleg skýjalausn, sem þýðir að stýrigögn eru sameiginleg á milli allra TOK áskrifenda. Þó verður að hafa í huga að gögn hvers og eins áskrifenda eru aðskilin og örugg.
Auðvelt er að standa skil á VSK með rafrænum hætti í kerfinu.
Verð reiknast út frá áskriftarpakka og fjölda notenda og lesaðganga. Innifalið í þjónustusamning eru: Símtöl í TOK þjónustuver á opnunartíma; 15% afsláttur af gildandi gjaldskrá útseldrar vinnu; 30% afsláttur af TOK námskeiðum; Aðgangur að kennslumyndböndum; Aðgangur að stuttum kennslustundum á netinu; Fréttabréf. (Ath. Kennsla á TOK í gegnum þjónustuverið er ekki innfalin í þjónustusamningi.)
Launakerfið heldur utan um almennar upplýsingar um launþegann, laun, launatengd gjöld, orlof, kröfur og starfsaldur ásamt fleiru.
Hægt er að óska eftir því að ráðgjafar Advania aðstoði við uppsetningu á launahluta TOK. Greitt er sérstaklega fyrir þessa aðstoð en innifalið í því verði er einnig aðstoð við fyrstu útborgun. Innifalin er kennsla við að stofna launaþega, kjarasamning og við að stilla af einn lífeyrissjóð á launþega. Þá er einnig kennsla við að stofna starf á launþega, mynda útborgun og senda skilagreinar. Gjald fyrir þessa uppsetningu er 149.000,- kr. án vsk.

6.900 kr. án vsk
Kaupa
TOK bókhald með launakerfi - Mynd

TOK bókhald með launakerfi

Öll sama virkni og í TOK bókhald með launakerfi sem viðbót.
Eigindi fyrir
Með TOK bókhaldi fylgja 2.500 færslur í fjárhag en hægt er að fá viðbót við kerfið sem fjarlægir takmarkanir á fjárhagsfærslum.
Þrjú sérkerfi eru innifalin í bankalausnum. Afstemmingar, Innheimta og Greiðslur. Sérkerfin gera öll bankasamskipti skilvirkari og öruggari.
Með reikningagátt Advania getur þú sent reikninga. Advania býður uppá heildarlausnir, þjónustu og ráðgjöf í rafrænum viðskiptum svo þú getur hagrætt hjá þér hratt og örugglega.
Þessi viðbót gerir notendum kleift að að nýta tengingu Advania við þjóðskrá. Þannig er hægt að sækja upplýsingar um nöfn og heimilisföng viðskiptavina og lánardrottna út frá kennitölu og tryggja þannig rétta skráningu þessara upplýsinga í TOK.
Með TOK fylgir tenging við posa frá Verifone (Point). Hægt er að tengja einn posa við TOK og taka þannig á móti greiðslum í gegnum posa. Til þess að geta notað posatenginguna þarf að hafa notandaaðgang. Lesaðgangur virkar því ekki með posatengingunni.
Með hverri uppsetningu af TOK fylgir einn frír aðgangur fyrir utanaðkomandi þjónustuaðila sem sinnir bókhaldi eða endurskoðun fyrir fyrirtækið þitt.
TOK er sameiginleg skýjalausn, sem þýðir að stýrigögn eru sameiginleg á milli allra TOK áskrifenda. Þó verður að hafa í huga að gögn hvers og eins áskrifenda eru aðskilin og örugg.
Auðvelt er að standa skil á VSK með rafrænum hætti í kerfinu.
Verð reiknast út frá áskriftarpakka og fjölda notenda og lesaðganga. Innifalið í þjónustusamning eru: Símtöl í TOK þjónustuver á opnunartíma; 15% afsláttur af gildandi gjaldskrá útseldrar vinnu; 30% afsláttur af TOK námskeiðum; Aðgangur að kennslumyndböndum; Aðgangur að stuttum kennslustundum á netinu; Fréttabréf. (Ath. Kennsla á TOK í gegnum þjónustuverið er ekki innfalin í þjónustusamningi.)
Launakerfið heldur utan um almennar upplýsingar um launþegann, laun, launatengd gjöld, orlof, kröfur og starfsaldur ásamt fleiru.
Hægt er að óska eftir því að ráðgjafar Advania aðstoði við uppsetningu á launahluta TOK. Greitt er sérstaklega fyrir þessa aðstoð en innifalið í því verði er einnig aðstoð við fyrstu útborgun. Innifalin er kennsla við að stofna launaþega, kjarasamning og við að stilla af einn lífeyrissjóð á launþega. Þá er einnig kennsla við að stofna starf á launþega, mynda útborgun og senda skilagreinar. Gjald fyrir þessa uppsetningu er 149.000,- kr. án vsk.

7.900 kr. án vsk
Kaupa

TOK er alhliða bókhald með einföldu og hnitmiðuðu notendaviðmóti. Með val á TOK geturðu verið viss um að hafa valið kerfi frá traustum og áreiðanlegum birgja.

Með TOK bókhaldi fylgir einnig tenging við posa frá Verifone (Point). Hægt er að tengja einn posa við TOK bókhald og taka þannig á móti greiðslum í gegnum posa. Til þess að geta notað posatenginguna þarf að hafa fullan notendaaðgang. Notendur með lesaðgang geta ekki notað posatengingu.

Innifalið í grunnkerfi TOK:

 • Fjárhagur
 • Viðskiptamenn
 • Lánardrottnar
 • Innkaupa- og sölukerfi án pantana
 • Birgðakerfi
 • Verkbókhald
 • Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja (með sömu eignaraðild)
 • Dagleg afritun gagna

Einfaldaðu málin með TOK

TOK er einfalt bókhaldskerfi sem er sérsniðið að íslenskum markaðsaðstæðum. Með kerfinu er hægt að byrja smátt og auka umfang kerfisins því sem reksturinn þróast. TOK fylgir enginn ófyrirséður kostnaður, og þú greiðir einungis reglulegt áskriftargjald.

 • Sjálfvirkar uppfærslur
 • Enginn stofnkostnaður í hug- og vélbúnaði
 • Sveigjanlegt – auðvelt að breyta fjölda áskrifenda
 • Enginn rekstrarkostnaður vegna hýsingar eða uppfærslna
 • Dagleg öryggisafritun og örugg hýsing

TOK aukaefni

Innheimtukröfur í bankann og greiðslur í TOK

Fjallað er um uppsetningu bankatengingar og greiðsluhátta. Farið verður yfir hvernig stofna má innheimtukröfur og virkni á innheimtukröfugreiðslum.

Næstu námskeið

Engir skráðir tímar fundust.

Spurt og svarað

Allir sem byrja með fyrirtæki komast mjög hratt á þann tímapunkt að þurfa að taka þessa ákvörðun, það eru kostir og gallar við hvoru tveggja, og valið ætti algjörlega að taka mið af eðli reksturs þíns. Rekstraraðilar sem eru með einfalt bókhald og þurfa að geta skrifað út reikninga ættu að geta fært sitt bókhald sjálfir.
Við mælum með því að notendur hafi ákveðna grunnþekkingu á bókhaldi og hvetjum þig til að hafa samband við ráðgjafa okkar ef þig vantar kennslu á kerfin.
Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá
Uppfletting í þjóðskrá kostar 15 kr. pr. skeyti án vsk.

Uppfletting í fyrirtækjaskrá kostar 15 kr. pr. skeyti án vsk.

Skeytamiðlari
Skeytagjald er 30 kr. pr. skeyti án vsk.
Já, þú kaupir einfaldlega leyfi fyrir fleiri notendur. Hámark 3 notendur og 7 lesaðganga.

Ekki er greitt fyrir fyrstu 100 mb í skjalavistun í TOK en eftir það er greitt skv. meðfylgjandi töflu.

Magn (Mb) Mánaðarverð   m/vsk
100 0,- kr.
100-1000 395,- kr.
1001-2500 695,- kr.
2501-5000 995,- kr.
5000-10000 1.395,- kr.
>10000 Sérverð

Þeir notendur sem eru stofnaðir í upphafi hafa fullar heimildir í allar kerfiseiningarnar í TOK-inu, þ.m.t. launakerfið. TOK býður upp á aðgangsstýringar sem stýra aðgangi notenda að ákveðnum kerfiseiningum. Starfsmenn Advania veita aðstoð við þessa vinnu ef þörf krefur gegn gjaldi.
Þjónustudeild okkar er ætíð tilbúin að liðsinna þér ef þú lendir í einhverjum vandræðum. Hægt er að hafa samband við okkur í síma, með faxi eða tölvupósti með fyrirspurnir um allt frá því hvernig setja á TOK upp yfir í hvernig kerfin virka.
Mælt er með því að notendur séu með uppfærða vafra þegar Windows biðlari er settur upp á tölvu. Ef notaður er annar vafri en Internet Explorer við uppsetningu gætu komið upp villur. Þar af leiðandi er mælt með notkun á Internet Explorer í þeim tilvikum.
Einu sinni á dag eru öll gögn afrituð og þau geymd í 90 daga. Hins vegar er það á ábyrgð viðskiptavinar að taka reglulega afrit af gögnum og geyma skv. kröfum um varðveislu bókhaldsgagna.
Inni í kerfinu eru innbyggðir hjálparhappar sem gera notendum kleift að sækja sér upplýsingar og leiðbeiningar þar sem þeir eru staddir í kerfinu hverju sinni. Þessi möguleiki kemur sér mjög vel þegar fólk er að nota kerfið. Einnig bjóðum við upp á námskeið í notkun kerfanna.
Til þess að geta sett upp og keyrt Windows biðilinn þarf tölva að uppfylla eftirfarandi kröfur af hálfu Microsoft.

 • Windows 8.1 Professional eða Enterprise útgáfur (32-bita eða 64-bita útgáfur)
 • Windows 8 Professional eða Enterprise útgáfur (32-bita eða 64-bita útgáfur)
 • Windows 7 Service Pack 1 Professional, Enterprise eða Ultimate (32-bita eða 64-bita útgáfur)
 • 30 mb geymslugpláss á hörðum diski
 • 1GB vinnsluminni
 • Á útstöðinni þarf að vera Microsoft .NET 4.5.2
 • Á útstöðinni þarf að vera Microsoft Report Viewer 2014 til að geta keyrt skýrslur.
TOK er sett upp á tölvu með Windows hugbúnaði líkt og um hvern annan hugbúnað er að ræða. Hugbúnaðurinn er keyrður upp með hefðbundnum hætti.

Hægt er að nota vefútgáfu af TOK. Vefútgáfuna er hægt að nálgast með því að slá inn vefslóð í vafra og skrá sig inn með sama notendanafni og lykilorði og í Windows biðlara.
Já, hægt er að tengja LS One afgreiðslukassahugbúnaðinn við TOK. Jafnframt getur Adania einnig skaffað tilheyrandi kassavélbúnað og jaðartæki. Sendu okkur fyrirspurn á toksala@advania.is ef þú vilt fá nánari upplýsingar um lausnina og verðtilboð.
Uppsagnarfrestur á áskrift eru 4 mánuðir og hefst uppsagnarfrestur við mánaðamótin eftir að uppsögn berst. Uppsögn skal vera skrifleg og berast með sannanlegum hætti.

Heyrðu í okkur um TOK

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn