Markmiðin þín eru áhugamál okkar

Við hjálpum þér að hámarka árangur og gera reksturinn skilvirkari. Hjá okkur færðu heildarlausnir á öllum sviðum, allt frá bókhaldi að mannauðsmálum. Við bjóðum einnig upp á ráðgjöf og þjálfun í öllum helstu kerfum.

Mannauðslausnir Advania

Mannauður er mikilvægasta auðlind fyrirtækja og við eigum fjölbreytt úrval lausna sem hjálpa þér að halda utan um launamálin, fræðslu starfsmanna, viðveru þeirra og orlof, og matarúttektir svo fátt eitt sé nefnt. 

Kynntu þér mannauðslausnir Advania og hámarkaðu kraftinn í mannauðnum þínum.

Bókhaldslausnir Advania

Við erum með bókhaldslausnir sem henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.

Lausnirnar okkar tryggja þér nútímalegt vinnuumhverfi og auka skilvirkni samskipta. Ráðgjafar okkar eru reiðubúnir að hjálpa þér að velja réttu lausnina og aðstoða við innleiðingarferli og þjálfun.

Tímar og viðvera

Við eigum úrval tímaskráningakerfa sem einfalda launaútreikninga og auka skilvirkni mannauðsdeilda. Lausnirnar okkar tengjast öllum helstu launakerfum sem eru í notkun hér á landi og henta öllum stærðum fyrirtækja og opinberra stofnana.

Veflausnir

Veflausnasvið Advania hannar aðgengilegar og  notendavænar vefsíður. Við veitum ráðgjöf um alla þætti vefsíðugerðar og reksturs, þarfagreinum, hönnum og forritum vefi.

CRM - Stjórnun viðskiptatengsla

Með skilvirkri stjórnun viðskiptatengsla geta fyrirtæki með markvissum hætti stýrt samskiptum, verkefnum og tengslum við viðskiptamenn.

Upplýsingastjórnun

Áreiðanleg upplýsingastjórnun er lykilatriði þegar kemur að rekstri fyrirtækja. Skilvirk upplýsingastjórnun snýst um að gera gögn aðgengileg, auka öryggi þeirra og gera starfsfólki kleift að vinna betur saman.

Viðskiptagreind

Advania getur aðstoðað þig við að breyta gögnunum þínum í verðmætar upplýsingar. Þessar upplýsingar nýtast svo sem grundvöllur ákvarðanatöku stjórnenda og annarra starfsmanna.

Rafræn viðskipti

Við lumum á ýmsum lausnum sem einfalda viðskiptaferli og gera þau skilvirkari. Með rafrænum viðskiptalausnum getur þú gengið frá samningum og söluferlum á einfaldan og skjótan hátt.

Oracle

Oracle kerfið er heildstætt viðskiptahugbúnaðakerfi sem hentar stórum fyrirtækjum og stofnunum.

Matráður

Matráður er greiðslu- og úttektarkerfi fyrir mötuneyti og hjálpar þér að halda utan um um matar- og vöruúttektir starfsmanna.

Ráða

Ráða er einfalt og öflugt ráðningarkerfi í skýinu sem auðveldar þér leitina að rétta starfsmanninn.

Viltu nánari upplýsingar fyrirtækjalausnir?

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn