Þjónustuvegferð Advania

Við viljum veita framúrskarandi þjónustu

Hjá Advania starfa um 600 sérfræðingar við að einfalda dagleg störf viðskiptavina okkar með upplýsingatækni. Þó við séum sérfræðingar í tækni viljum við veita framúrskarandi þjónustu. 

Við höfum á undanförnum árum rýnt í frammistöðu okkar á þessu sviði og mælt árangurinn með endurgjöf frá viðskiptavinum. Satt að segja þá áttuðum við okkur á því fyrir nokkrum árum að við gætum veitt miklu betri þjónustu. 

Árið 2017 voru því gerðar umbætur út frá sjónarhóli viðskiptavina til að bæta samskiptin við Advania. Viðskiptavinir vildu fá úrlausn sinna mála í fyrsta samtali við fyrirtækið og því var ráðist í að samræma og einfalda framlínuþjónustu okkar.

Árið 2018 hófust markvissar mælingar á þjónustuupplifun viðskiptavina með lausninni Happy or Not þar sem stuðst var við endurgjöf á skalanum 1-5.

Reynslaogsnerpa.jpg
happy _karlar-02.png

Ein áhrifamesta umbótin á þjónustuvegferð Advania var ákvörðunin um að gera jafn miklar kröfur um árangur í þjónustu og rekstri. Það þýddi að í hvert sinn sem árangur fyrirtækisins var mældur, var horft til upplifunar viðskiptavina af fyrirtækinu.
Farið var í gagngera endurskoðun á þjónustuferlinu og ný aðferðafræði innleidd. Aukin áhersla var lögð á þjónstulund starfsfólks og stjórnenda. Breytt var um nálgun í ráðningum og aukin áhersla lögð á færni í þjónustu, ekki bara tæknilegan skilning.

Nýtt þjónustukerfi var innleitt sem sem náði yfir öll samskipti við viðskiptavini og stytti boðleiðir. 
Frá því umbótavinnan hófst hefur ánægja viðskiptavina með þjónustuna hækkað jafnt og þétt. 
Endurgjöf viðskiptavina á þjónustu Advania mældist 4,71 árið 2018 en 4,89 árið 2021. 

Hittum fólkið á bakvið tölurnar

Ertu með spurningar?

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan